Innlent

Arnþrúður: „Þessi dómur er skömm fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur“

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu, til að greiða Guðfinnu Aðalheiði Karlsdóttur 3,3 milljónir. Arnþrúður segir dóminn vera pólitískan og héraðsdómi til skammar.

Pétur Gunnlaugsson og Arnþrúður Karlsdóttir stóðu í ströngu fyrir héraðsdómi í dag þar sem Arnþrúður tapaði máli sem Pétur varði hana í.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu, til að greiða Guðfinnu Aðalheiði Karlsdóttur 3,3 milljónir, auk dráttarvaxta og 620.000 krónur í málskostnað. Útvarpsstöðin hyggst áfrýja dómnum.

Arnþrúður og Guðfinna deildu fyrir dómi um hvort fé sem Guðfinna lagði inn á bankareikning Arnþrúðar hefði verið lán eða styrkur til Útvarps Sögu. Guðfinna lagði 3,6 milljónir inn á bankareikning Arnþrúðar og vill meina að um lán hafi verið að ræða.

Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson, verjandi hennar og samstarfsmaður á Útvarpi Sögu, standa hins vegar föst á því að Guðfinna hafi áköf viljað styrkja stöðina með upphæðinni sem barst með fjórum innleggjum á árunum 2016 og 2017.

Arnþrúður taldi féð vera þakklætisvott

Arnþrúður og Pétur ræddu dóminn í beinni útsendingu á Sögu skömmu eftir að hann féll í dag og var talsvert niðri fyrir.

Arnþrúður sagði dómarann horfa fram hjá öllum rökum þeirra og þau Pétur furðuðu sig á því að í dómnum komi fram að vegna þess hversu há upphæðin væri hefði rekstrarfélagi útvarpsstöðvarinnar borið að tryggja sönnun fyrir því að um styrk en ekki lán væri að ræða.

Pétur velti fyrir sér hvort um lán hefði þá verið að ræða hefði upphæðin verið lægri og virtist ekki fá neinn botn í þessa röksemdafærslu dómarans. „Stöðin fékk styrk. Ekkert annað,“ sagði Pétur ákveðinn.

Dómur héraðsdóms Reykjavíkur yfir Arnþrúði Karlsdóttur

Arnþrúður sagði Guðfinnu ítrekað hafa sóst eftir fundi með henni og þegar af honum varð hafi Guðfinna tjáð Arnþrúði að henni hefði tæmst arfur sem hún væri ákveðin í að Útvarp Saga ætti að njóta hluta af.

Arnþrúður sagði Guðfinnu hafa gefið þá ástæðu að útvarpsstöðin hefði gert svo mikið fyrir hana og snert líf hennar ánægjulega. Þessu hafi dómarinn alveg horft framhjá.

„Viðbjóðsleg útvarpsstöð“

Síðan leið ár, að sögn Arnþrúðar og að Guðfinna hafi oft komið í heimsókn á stöðina, þangað til hún fær skyndilega upphringingu frá Thelma Christel Kristjánsdóttir, sem kynnti sig sem tilvonandi tengdadóttur Guðfinnu.

Thelma á að hafa helt sér yfir Arnþrúði og meðal annars sagt óásættanlegt að Guðfinna væri að styrkja „þessa viðbjóðslegu útvarpsstöð.“ Hún hafi hótað Arnþrúði öllu illu, meðal annars að sverta nafn hennar og útvarpsstöðvarinnar. Henni myndi reynast það hægur vandi þar sem hún hefði sambönd inn á Vísi.is og þar gæti hún fengið allt gert fyrir sig.

Arnþrúður sagði að þarna hefði verið um augljósa tilraun til fjárkúgunnar að ræða. Thelma hafi síðan farið með „heljarinnar lygasögu“ á Vísi.is þar sem rógburður hennar hafi verið „kokgleyptur.“

Arnþrúður sagði einnig í beinni útsendingu á Útvarpi Sögu síðdegis að hún hafi ekkert að fela í þessu máli. Dómsniðurstaðan væri „skömm fyrir hérðasdóm Reykjavíkur“ og enn eitt dæmi þess að fólk nyti ekki réttarverndar á Íslandi og væri dæmt út frá pólitík.

Fólk sem væri á „svörtum lista á kaffistofunni niðri í héraðsdómi“ og væri ekki haldið „rétttrúnaðarstefnu sem þar virðist rekin að hluta“ gæti ekki átt von á sanngjarnri málsmeðferð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Sveinbjörg Birna er óvelkomin á Útvarp Sögu

Innlent

Vilja að biskup reki „klámklerkinn“

Innlent

Davíð Þór nennir ekki „böggi og leiðindum“

Auglýsing

Nýjast

Skuldagrunnur á teikniborði eftirlitsins

Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga

Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju

Segir fyrirferð RÚV líklega ástæðu úttektar

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Dómur í Bitcoin-málinu kveðinn upp í dag

Auglýsing