Árni Páll Árna­son hefur verið skipaður í stjórn Eftir­lits­stofnunar EFTA (ESA) frá og með næstu ára­mótum.

Í til­kynningu kemur fram að stjórn ESA sé skipuð til fjögurra ára í senn og að ný stjórn taki við 1. janúar. Árni Páll hefur að undan­förnu gegnt starfi vara­fram­kvæmda­stjóra Upp­byggingar­sjóðs EES en hann tekur við keflinu hjá ESA af Högna S. Kristjáns­syni sem hefur verið þar við stjórn síðustu fjögur árin.

Eftir­lits­stofnun EFTA hefur eftir­lit með fram­kvæmd EES-samningsins í EFTA-ríkjunum, sem aðild eiga að EES-samningnum, og gætir þess að þau upp­fylli skuld­bindingar sínar sem þátt­tak­endur á innri markaði Evrópu. Stofnunin hefur einnig á­kveðnar eftir­lits­heimildir á sviði sam­keppnis­mála og gætir að því að ríkis­að­stoð raski ekki virkri sam­keppni á markaði.

Árni Páll Árna­son var fé­lags- og trygginga­mála­ráð­herra 2009–2010 og efna­hags- og við­skipta­ráð­herra 2010–2011. Hann var al­þingis­maður frá 2007-2016 og for­maður Sam­fylkingarinnar frá 2013-2016. Árni Páll braut­skráðist með em­bættis­próf frá laga­deild Há­skóla Ís­lands 1991 og sér­hæfði sig í Evrópu­rétti. Hann starfaði í utan­ríkis­þjónustunni að Evrópu-, við­skipta- og varnar­málum á árunum 1992-1998 og sinnti síðan lög­mennsku þar til hann tók sæti á Al­þingi.