Árni Sigur­geirs­son, lög­fræðingur hjá Við­skipta­tengslum, hefur undan­farna daga fengið margar á­huga­verðar spurningar um Kína, Wu­han héraðið, kóróna­veiruna og annað. Árni, sem ólst upp í Mos­fells­bæ, segist í sam­tali við Frétta­blaðið slá slíkum spurningum upp í létt grín.

„Það bólaði nú ekkert á þessu fyrst en svo þegar það fór að fréttast af veirunni í Evrópu að þá fór for­vitnin að pota í fólk,“ segir Árni léttur. „Þetta eru engir for­dómar sko, þetta er bara fólk sem er for­vitið og margir sem eru að spyrja kannski komnir á gamals aldur,“ segir hann. Hann svari oftast á léttum nótum.

„Maður gerir það ef fólk er hresst og það hafa komið nokkrar skemmti­legar upp­á­komur á fundum,“ segir hann. „Maður finnur það að fólk er ekkert að spyrja til að vera með leiðindi en það sem er at­hyglis­vert er kannski það að fólk hefur miklar á­hyggjur af þessu.“

Að­spurður hvort að spurningarnar angri hann segir Árni svo ekki vera.

„Nei, þetta er nú ekkert að angra mig en maður finnur strax þegar fólk spyr hvort það er að spyrja út af for­vitni eða hvort það er að reyna að hafa ein­hver á­hrif á mann,“ segir Árni.

„Eins og ég segi að þá tækla ég það bara með þessum hætti sem ég lýsi á Face­book. Fæ oft þessa spurningu til dæmis, um hvort ég sé út­lendingur og þá segist ég nú bara vera Mos­fellingur. Enda ekki í fyrsta skiptið sem ég fæ þetta,“ segir hann og hlær.

„Fjöl­skyldan mín býr rétt fyrir utan Wu­han“

Árni greinir frá nokkrum sam­tölum sem hann hefur átt síðast­liðnu daga á Face­book síðunni sinni. Þar lýsir hann því meðal annars hvernig hann er spurður út í Wu­han héraðið, þar sem kóróna­veiran á upp­tök sín sem og ís­lensku­kunn­áttu sína.

„SAM­TAL NR. 1 – KIN­VERJINN OG WU­HAN

Við­skipta­vinur: Ef ég má spyrja, ertu kín­verji?

Ég: Jább!

Við­skipta­vinur: hvað finnst þér þá um Wu­han?

Ég: Illa, fjöl­skyldan mín býr rétt fyrir utan Wu­han og ég var hjá henni síðustu jól?

Við­skipta­vinur: ööö okey.. ertu meina jól 2019

Ég: Jább!

Við­skipta­vinur: en þú hefur greini­lega sloppið við að fá þessa veiru úti?

Ég: Jább! Nema ég fékk smá kvef þegar ég kom aftur til Ís­lands.

Við­skipta­vinurinn: jáa okey... (and­varp)

Ég: djók!! Bara grín ( þegar fundurinn var alveg að verða búinn)“

SAM­TAL NR. 2 -ÍS­LENSKU­KUNN­ÁTTAN

Við­skipta­vinur: Vá, ég verð að hrósa þér hvað þú talar góða og skýra ís­lensku!

Ég: takk kær­lega fyrir, ég nefni­lega kláraði 403 á­fangann í ís­lensku í menntó!

----------------

SAM­TAL NR. 3 - ÚT­LENDINGURINN

Við­skipta­vinur: Ertu út­lendingur?

Ég: Nei, ég er Mos­fellingur.

---------------

SAM­TAL NR. 4 - ÍRAK

Við­skipta­vinur: Frá hvaða landi ertu ?

Ég: Ís­landi

Við­skipta­vinurinn: nei ég meina í hvaða landi ertu fæddur?

Ég: Indónesíu.

Við­skipta­vinur: Ó okey.. ég hélt að þú værir frá Tæ­landi!

Ég: En frá hvaða landi ert þú ?

Við­skipta­vinur: Ég er sko frá Ís­landi.

Ég: já okeyy, ég hélt að þú værir frá ÍRAK!

Við­skipta­vinur: haha okey ( vand­ræða­leg þögn)