Frétta­blaðið greindi frá því í dag að Stofnun Árna Magnús­sonar muni taka upp kyn­hlut­lausa per­sónu­for­nafnið hán í sínar orða­bækur. Ugla Stefanía Kristjönu­dóttir Jóns­dóttir, for­maður Trans Ís­land, fagnar þessari á­kvörðun en segir hana löngu tíma­bæra.

„Það er stór hópur hin­segin fólks sem notar þessi forn­örn í sínu dag­legu tali og þetta er orðið hluti af tungu­málinu og það er náttúr­lega á­kveðin viður­kenning að svona komist inn í orða­bók. Hin­segin fólk hefur oft ekki haft orð eða tungu­mál til að lýsa sjálfum sér og við höfum lent í því oft á Ís­landi að við erum að nota ensk hug­tök eða annað. En þess vegna er ó­trú­lega mikil­vægt fyrir þróun tungu­málsins að svona verði hluti af orða­bókum form­lega, bara til þess að stað­festa það og festa í sessi,“ segir Ugla.

„Þannig þetta er bara mjög já­kvæð þróun og vonandi mun hún bara halda á­fram af því það er ó­trú­lega dýr­mætt að geta haft orð og hug­tök til þess að lýsa sjálfum sér á sínu eigin tungu­máli.“

Stofnanir eru á eftir samfélaginu

Hán var fyrst sett fram sem kyn­hlut­laust per­sónu­for­nafn af kyn­segin aktív­istanum Öldu Vil­li­ljós í grein sem hán birti á vef­tíma­ritinu Knúz árið 2013. Ugla segir ljóst að per­sónu­for­nafnið hafi fyrir löngu fest sig í sessi í sam­fé­laginu en það hafi þó tekið að­eins lengri tíma fyrir fræða­sam­fé­lagið að taka það í sátt.

„Það er löngu tíma­bært að þetta fái loksins sess. Stofnanir eru oft svo­lítið á eftir sam­fé­laginu, það er bara svo­lítið eins og það er, en það er gott að þau eru loksins að komast á sama stað og við. Af því við erum löngu búin að venjast þessu, alla­vega í hin­segin sam­fé­laginu og víðar. Fólk er byrjað að nota þetta, það er byrjað að tala um þetta í há­skólum og kenna þetta sem for­nafn í há­skólum. Þannig þetta er bara komið til að vera.“

Hefur þú orðið vör við ein­hverja and­stöðu gegn því að taka hán upp form­lega hjá fræða­sam­fé­laginu?

„Það hefur verið eitt­hvað, þá hefur það aðal­lega verið eitt­hvað um að per­sónu­forn­öfn séu lokaður orð­flokkur og því sé ekki hægt að bæta við. En það var svo­lítið bara til að byrja með og maður heyrir mikið minna af því nú til dags. Auð­vitað er fólk með alls konar skoðanir á alls konar mál­efnum þannig það er alveg fólk sem finnst þetta ekkert eiga að koma inn en við hlustum nú ekkert á þær skoðanir, þetta er náttúr­lega bara mjög mikil­vægt.“

Ugla segist sjálf fagna þessum á­fanga en hún er nú stödd á landinu vegna Hin­segin daga fara fram í Reykja­vík um þessar mundir.

„Já, mér finnst þetta bara mjög tíma­bært skref og frá­bært að þetta sé loksins að gerast,“ segir hún að lokum.