„Það eru ýmsir, sem hafa lent í löngum armi lög­reglunnar. Þessi var hand­samaður fyrr í kvöld eftir á­bendingu um að eitt­hvað væri ó­eðli­legt í hegðun hans,“ segir lög­reglan á Vest­fjörðum á Face­book síðu sinni.

Á­stæða færslunnar er arnar­ungi sem var hand­samaðar í ná­grenni Bolungar­víkur í gær en lög­reglu hafði borist til­kynning um ungann.

Gat ekki flogið

„Fólk á ferli sá hann á röltinu, sá að eitt­hvað var að hrjá hann og að hann gat ekki flogið og hringdi í okkur. Það var auð­velt að ná honum þar sem hann gat ekki flogið. Göngu­hraði arnar­unga er greini­lega lög­reglu hag­stæður,“ sagði Ingvar Jakobs­son, varð­stjóri hjá lög­reglunni á Ísa­firði, í sam­tali við RÚV.

Unganum hefur verið komið í hendur Náttúru­stofu Vest­fjarða þar sem hann verður skoðaður.

Unginn hlýtur nú aðhlynningu hjá Náttúrustofu Vestfjarða.
Mynd/Lögreglan á Vestfjörðum