Mat­væla­stofnun hefur lagt stjórn­valds­sekt á Arnar­lax ehf. upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að til­kynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strok­fiski.

Mat­væla­stofnun segir í til­kynningunni að við slátrun úr sjó­kví 11 við Haga­nes í Arnar­firði í októ­ber síðast­liðnum hafi verið ljóst að fyrir­tækið gat ekki gert grein fyrir af­drifum 81.564 laxa hið minnsta.

Alls hafði 132.976 löxum verið komið fyrir í kvínni í októ­ber 2020 og júlí 2021. Skráð af­föll voru 33.097 fiskar en í októ­ber 2022, þegar slátrun var lokið úr kvínni, reyndist fjöldinn sem kom upp úr kvínni hins vegar vera að­eins 18.315 laxar.

Greint var frá því sumarið 2011 að gat hefði fundist á um­ræddri sjó­kví. Þá hefðu við­brögð fyrir­tækisins verið í sam­ræmi við kröfur sem gerðar eru þegar slíkir at­burðir eiga sér stað.

„Þegar tölur úr slátruninni í októ­ber sl. lágu fyrir og ljóst var að ekki var hægt að gera grein fyrir af­drifum rúm­lega 80 þúsund laxa, hóf MAST strax rann­sókn og krafði Arnar­lax meðal annars um skýringar á mis­ræmi í fóður­gjöf miðað við upp­gefinn fjölda fiska í kvínni. Kom þá í ljós að veru­leg frá­vik höfðu orðið í fóður­gjöf í kví 11 frá því í júní 2021, eða tveimur mánuðum áður en til­kynnt var um gat á kvínni síðast­liðið sumar, sem hefðu átt að vekja sterkar grun­semdir fyrir­tækisins um að eitt­hvað al­var­legt væri á seyði.“

Í til­kynningu Mat­væla­stofnunar segir að stofnunin telji að um al­var­legt brot sé að ræða, bæði út frá um­fangi og hættu fyrir villta nytja­stofna og líf­ríki, sem og að um er ræða brot sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir með betri stjórn og innra eftir­liti fyrir­tækisins. Telur Mat­væla­stofnun að að­gæslu­leysi Arnar­lax hafi verið víta­vert og af­leiðingar þess mjög al­var­legar.

„Sam­kvæmt sömu lögum getur Mat­væla­stofnun lagt stjórn­valds­sekt á þá aðila sem brjóta gegn skyldu um að til­kynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strok­fiski, hvort sem um­rædd brot megi rekja til á­setnings eða gá­leysis. Jafn­framt segir í lögunum að við á­kvörðun sektar skuli m.a. tekið til­lit til al­var­leika brots, hvað það hafi staðið lengi og þeirra hags­muna sem eru í húfi.“