Fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sem tekur sæti á Alþingi ef Bjarni Benediktsson tapar í formannskjörinu á sunnudag og hættir á þingi, líkt og Bjarni hefur gefið út, er Arnar Þór Jónsson, sem fór fram í fimmta sæti í Kraganum í síðustu þingkosningum.
„Ég hef ekki velt þessu fyrir mér,“ sagði Arnar Þór spurður út í stöðuna.
„Nei, ég mun ekki greiða atkvæði eftir mínum eigin hagsmunum heldur minni eigin samvisku,“ segir hann, spurður hvort hann hafi hagsmuni af því að greiða Guðlaugi Þór Þórðarsyni atkvæði sitt.
„Ég tel að þeir hafi báðir margt til síns ágætis og vona að baráttan fari drengilega fram,“ segir Arnar Þór.
Mikil spenna er á fundinum og talið tvísýnt hvort Guðlaugur Þór eða Bjarni hefur betur.