Arnar Þór Jóns­son, verðandi vara­þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins í Suð­vestur­kjör­dæmi hefur á­kveðið að láta af em­bætti héraðs­dómara. Hann til­kynnir þetta í Face­book færslu.

Arnar Þór var í fimmta sæti á lista Sjálf­stæðis­flokksins í kjör­dæminu en flokkurinn náði fjórum mönnum inn á þing þar. Þetta þýðir að Arnar Þór verður fyrsti vara­þing­maður í kjör­dæmi Bjarna Bene­dikts­sonar, formanns flokksins.

Arnar segist nú standa á kross­götum í kjöl­far Al­þingis­kosninga. Hann hafi legið undir feldi síðustu daga.

„Dómara­em­bættið hefur hentað mér vel að sumu leyti, en um­hverfið hefur þrengt að hugsun minni og oft hefur mér liðið eins og fugli í búri,“ skrifar Arnar Þór.

Hann segir að það besta við að hafa kúplað sig úr hlut­verki dómara undan­farna mánuði sé að honum hafi aftur liðið eins og frjálsum manni með sjálf­stæða rödd.

„Ég hef verið frelsinu feginn og hjartað segir að ég eigi að velja leið frelsis. Á þessum for­sendum hef ég tekið á­kvörðun um að stíga út fyrir skorður dóms­kerfisins og nýta bæði með­byr og mót­byr til að taka flugið á nýjum vett­vangi. Ég mun njóta þess að tala, skrifa og vinna að mínum hugðar­efnum laus við ytri fjötra með bjart­sýni og trú að leiðar­ljósi.“