Arnar Grant segir að frásögn Vítalíu Lazarevu um meint kynferðisofbeldi þeirra Þórðs Más Jóhannessonar, Ara Edwalds og Hreggviðs Jónssonar ekki vera fjarri lagi. Þá muni hann bera vitni í málinu fari það fyrir dómstóla.

Vísir greinir frá þessu og hefur eftir Arnari „Ég er vitni í málinu. Ég sá hvað gerðist og þessar lýsingar hennar, sem hún hefur komið með, þær eru ekki fjarri lagi,“

Þegar hann var spurður hvort hann myndi bera vitni í málinu sagði hann „Ég get ekkert annað og stend bara með sannleikanum.“

Arnar Grant segist ekki vera búin að að gefa skýrslu í málinu, og það sama má segja um Vítalíu. Ekki er vitað hvort Þórður, Ari og Hreggviður hafi verið boðaðir í skýrslutöku.

Umrætt mál hefur vakið talsverða athygli, en Vítalía steig fram snemma ár í hlaðvarpinu Eigin konur og sagði frá upplifun sinni af mönnunum í sumarbúsaðarferð og segir þá hafa farið yfir öll sín mörk.

Þremenningarnir þrír stigu allir til hliðar úr stjórnum stórra fyrirtækja í kjölfar frásagnar Vítalíu, og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class.