Arnar Pétursson sigraði í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoninu í dag, samkvæmt tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur.

Arnar kom í mark á tímanum 2:23:08, sem er besti tími sem Íslendingur hefur náði í Reykjavíkurmaraþoni. Maraþonið er um leið Íslandsmeistaramótið í maraþoni, þannig að Arnar hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og það fjórða árið í röð.

Arnar var að vonum ánægður með árangurinn.
MYND/Eva Björk Ægisdóttir

Í öðru sæti var Brian Petrocelli frá Bandaríkjunum, sem hljóp á tímanum 2:38:20. Bandaríkjamaðurinn Drake Vidrine var í þriðja sæti á tímanum 2:44:45.

Annar Íslendingurinn í mark lenti í fjórða sæti, en það var Sigurjón Ernir Sturluson, sem hljóp á 2:45:40. Kristján Svanur Eymundsson lenti svo í þriðja sæti í Íslandsmeistaramótinu með tímanum 2:49:50.