Arna Schram lést á Land­spítalanum í gær 53 ára að aldri. Arna var sviðs­stjóri hjá Reykja­víkur­borg og fyrr­verandi for­maður Blaða­manna­fé­lags Ís­lands. Þetta kemur fram á mbl.is.

Arna fædd­ist 15. mars árið 1968 í Reykja­­vík, dótt­ir Ell­erts B. Schram, fv. rit­­stjóra og þing­­manns, og Önnu Guð­laug­ar Ás­geirs­dótt­ur tölvu­­rit­ara.

Hún ólst upp í Reykja­­vík, gekk í Vest­ur­bæj­ar­­skól­ann og Haga­­skóla og varð stúd­ent frá MR árið 1988. Arna lauk BA-gráðu í stjórn­­mála­­fræði og heim­­speki frá Há­­skóla Ís­lands og Kaup­manna­hafn­ar­há­­skóla, auk MBA-gráðu með á­herslu á stjórn­un, rekst­ur og markaðs­mál frá Há­­skól­an­um í Reykja­­vík.

Arna vann lengi við blaða­mennsku, fyrst hjá DV og síðar hjá Morgun­blaðinu á árunum 1995 til 2006. Hún var að­stoðar­rit­stjóri Króníkunnar um tíma og eftir það frétta­stjóri á Við­skipta­blaðinu í þrjú ár.

Arna var hóf störf sem upp­lýsinga­full­trúi Kópa­vogs­bæjar árið 2010 og varð ári síðar for­stöðu­maður menningar­mála hjá bænum. Síðustu fimm árið gegndi hún starfi sviðs­stjóra menningar- og ferða­mála­sviðs Reykja­víkur­borgar.

Hjá Blaða­manna­fé­lagi Ís­lands gegndi Arna trúnaðar­störfum og tók virkan þátt í al­þjóð­legu sam­starfi. Hún var kjörinn vara­for­maður fé­lagsins á árunum 2003 til 2005 og for­maður á árunum 2005 til 2009. Þá starfaði hún einnig um hríð hjá Há­­skól­an­um í Reykja­­vík og var for­maður List­d­ans­­skóla Ís­lands.

Eft­ir­lif­andi dótt­ir Örnu er Birna Ket­ils­dótt­ir Schram.