Líklegt er að endurtaka þurfi bólusetningar vegna Covid-19 árlega af völdum stökkbreytinga, segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá Landlæknisembættinu í viðtali á Fréttavaktinni í kvöld.

Stór bóluefnavika er framundan. Algengt er að það sé einungis hlut sýkilsins sé settur í bóluefni og slíkt á við um Covid bóluefnin, segir Kamilla. „Í þeim tilfellum er það prótein sem skiptir miklu máli fyrir sýkilinn til að ná að valda sjúkdómi og fyrir ónæmiskerfið okkar til að þekkja og slá út sýkinguna, slíkt er notað í öll bóluefnin en það sé mismunandi hvernig próteinið sé borið til ónæmiskerfisins. Þannig sé „óvinurinn notaður, það sé ráðist á hann og við lærum á hann, segir Kamilla.

Um hvort líkaminn hefjist handa við að búa til mótefni um leið og bóluefnið er komið í hann segir Kamilla það ekki alltaf svo. „Ekki ef við höfum aldrei kynnst óværunni áður. Það er ákveðið vöktunarkerfi alls staðar í líkamanum og mikið meira virkt í kringum eins og nefið og munninn og í húðinni. Það er þetta vöktunarkerfið sem er stöðugt að prófa próteinin í umhverfinuog það er alltaf að sýna þetta ónæmiskerfinu. Ef þetta kerfi sýnir ónæmiskerfinu eitthvað sem það þekkir ekki og telur að eigi ekki heima í líkamanum, þá fer mikið svar af stað og er það svar sem endar með mótefnamyndun.“

Kamilla ræddi um bólusetningar frá ýmsum hliðum á Fréttavaktinni
Mynd/Hringbraut

Kamilla Sigríður fór einnig yfir mismunandi vörn bóluefnanna. „Við vitum það í sjálfu sér ekki alveg ennþá,“ segir hún aðspurð hvort eitt bólefni sé öðru betra af því sem er í boði, s.s. frá AstraZeneca, Pfizer, Moderna, Janssen eða annað sem hingað hefur ratað.