Ragnar Þór Ingólfs­son, for­maður VR, á­réttar að fjár­festing líf­eyris­sjóðanna sem hann vísar til í sam­tali við Frétta­blaðið síðasta fimmtu­dag hafi verið svo­kölluð endur­fjár­mögnun Lindar­vatns ehf. árið 2016 en ekki kaup Icelandair á 50 prósenta hlut í fé­laginu árið 2015 eins og blaða­maður taldi hann eiga við og kom fram í fréttinni.

Ragnar var þá spurður hvort hann teldi að Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífsins (SA) og Davíð Þor­láks­son, for­­stöðu­­maður sam­­keppnis­hæfi­s­viðs SA, hefðu beitt sér fyrir því að líf­eyris­sjóðirnir fjár­festu í Lindar­vatni.

„Það er margt sem bendir til þess. Það er það sem ég er að segja,“ svaraði Ragnar. „Það er margt sem bendir til þess, til dæmis á hvaða kjörum skulda­bréfin voru sem sjóðirnir lánuðu Lindar­vatni á þeim tíma. Það eina sem ég er að full­yrða er að þarna [í líf­eyris­sjóða­kerfinu] eru brota­lamir og þarna er spilling,“ segir hann.