Utan­ríkis­ráðu­neytið birti yfir­lýsingu í kvöld til þess að á­rétta að ís­lensk stjórn­völd for­dæma allar á­rásir á ó­breytta borgara í Palestínu og Ísrael.

„Vegna fréttar RÚV í kvöld þar sem Rósa Björk Brynjólfs­dóttir, full­trúi Sam­fylkingarinnar í utan­ríkis­mála­nefnd Al­þingis, sagði að ríkis­stjórnin hefði ekki for­dæmt á­rásir Ísraels­hers á sak­lausa borgara í Palestínu, vill utan­ríkis­ráðu­neytið á­rétta að ís­lensk stjórn­völd sendu inn yfir­lýsingu á fund öryggis­ráðs Sam­einuðu þjóðanna í gær þar sem allar á­rásir á ó­breytta borgara voru for­dæmdar,“ segir í færslu Utan­ríkis­ráðu­neytisins í kvöld.

Þar segir einnig að það hafi komið skýrt fram á fundi utan­ríkis­ráð­herra með utan­ríkis­mála­nefnd um há­degis­bilið í dag.

Með færslunni fylgir yfir­lýsing ís­lenskra stjórn­valda til öryggis­ráðs Sam­einuðu þjóðanna en þar segir að eld­flaugar frá Gaza svæðinu yfir til Ísrael eru aldrei rétt­lætan­legar og þrátt fyrir að Ís­land viður­kennir rétt Ísraels til að verja sig þá verður að krefjast þess að Ísrael sýni stillingu og gæti meðal­hófs í sínum að­gerðum.

„Ís­land for­dæmir harð­lega allar á­rásir að ó­breyttum borgurum sem hafa valdið miklum þjáningum og dauðs­föllum, meðal annars hjá börnum,“ segir í yfir­lýsingunni.

Þá hvetur Ís­land bæði Ísrael og Palestínu til þess að hætta öllu of­beldi og vinna að tveggja ríkja lausn í sam­ræmi við al­þjóð­alög.