Á­reksturinn sem varð á Sand­gerðis­vegi í gær varð þegar öðrum bílanna var veitt eftir­för af lög­reglu. Þetta stað­festir Ólafur Helgi Kjartans­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesjum, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Fyrst var greint frá á­rekstrinum á vef Víkur­frétta. Ólafur segist ekkert geta sagt um málið annað en það að lög­regla hafi gefið bíl merki um að stöðva en hann hafi ekki gert það. Ljóst er því að lög­regla veitti honum eftir­för þegar hann skall saman við annan bíl sem var að koma úr gagn­stæðri átt.


Slysið varð rétt eftir klukkan tvö í gær og voru þrír fluttir á bráða­mót­töku. Mikill við­búnaður var á veginum í gær, sem var lokað tvær til þrjár klukku­stundir á meðan verið var að koma fólki út úr bílunum. Til þess þurfti að beita klippum.


Ekki er vitað um líðan þeirra sem fluttir voru á bráða­mót­töku eða hve margir voru í hvorum bíl fyrir sig.