Að minnst kosti tveggja bíla árekstur var rétt fyrir klukkan ellefu við Kaplakrika í Hafnarfirði í dag.

Steinþór Darri Þorsteinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir í samtali við Fréttablaðið að einn sjúkrabíll sé á leiðinni.

Honum skilst að tveir bílar hafi lent saman, en að allir sem lentu í árekstrinum séu með meðvitund.

Af myndum frá vettvangi að dæma lentu bílarnir tveir saman, er þeir keyrðu á móti hvorum öðrum.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari