Á­rekstur tveggja bif­reiða var um klukkan 13:50 á gatna­mótum Bú­staða­vegs og Reykja­nes­brautar. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu er ekki vitað hvort ein­hver meiðsl eru á fólki.

Flytja þarf tvo bíla af vett­vangi með krana­bíl. Búast má við ein­hverjum um­ferðar­töfum á meðan unnið er á vett­vangi.

Fréttin verður upp­færð.