Á­rekstur varð á Sæ­braut við Reykja­nes­braut í morgun og eru miklar um­ferðar­tafir á svæðinu vegna þess. Þetta stað­festir Árni Frið­leifs­son, yfir­lög­reglu­þjónn, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Að sögn Árna var um að ræða á­rekstur nokkurra bíla en frekari upp­lýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Frétt uppfærð kl. 10:08:

Í samtali við Fréttablaðið segir Árni að um hafi verið að ræða níu bíla árekstur. Engin slys urðu á fólki en bílarnir tjónaðir eftir áreksturinn og var um að ræða aftanákeyrslu.

Búið er að opna götuna að nýju og hefur lögreglan lokið hreinsunarstörfum.