Á­rekstur varð í Garða­bæ laust fyrir klukkan sex í kvöld.
Að sögn vakt­hafandi varð­stjóra hjá um­ferðar­deild lög­reglunnar er lög­regla enn á vett­vangi. Um aftan á keyrslu er að ræða en engin slys urðu á fólki.
Miklar bið­raðir mynduðust á Reykja­nes­braut við Garða­bæ en sem fyrr segir vinnur lög­regla á vett­vangi og vonast til að greiða úr um­ferðar­teppunni sem fyrst.