Strætisvagn og sendi­ferðabíll skullu sam­an um klukkan sex síðdegis. Áreksturinn varð á gatna­mót­um Þjóðveg­ar 1 og Bisk­upstungna­braut­ar und­ir Ing­ólfs­fjalli. Engin meiðsl eru á fólki samkvæmt upplýsingum mbl.is

Strætisvagninn var á leið 51 milli Selfoss og Reykja­vík­ur þegar áreksturinn varð. Fram­ljós vagns­ins brotnaði og seinkaði honum um hálf­tíma vegna þess að bíða þurfti eft­ir að lög­regla kæmi á vett­vang.

Eftir að lögregla kom á vettvang gat vagninn haldið leið sinni áfram til Reykjavíkur.

Vagninum var svo skipt út í Mjódd í Breiðholti.

Að því er kemur fram í frétt mbl fór sendiferðabíllinn verr út úr árekstrinum.