Karl­maður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi af Héraðs­dómi Reykja­víkur og til bóta­greiðslna sem nema 500 þúsund króna til tveggja drengja fyrir að hafa kyn­ferðis­lega á­reitt þá í sundi.

Brotin voru framin í fyrra en drengirnir voru þá sjö ára gamlir. Maðurinn var sak­felldur fyrir að hafa í­trekað slegið á rass drengjanna og snert kyn­færa­svæði þeirra utan­klæða. Brotin áttu sér stað í inni­laug og í búnings­að­stöðu sund­laugarinnar.

For­eldrar barnanna fóru fram á að maðurinn myndi greiða þeim eina milljón krónur hvorum í miska­bætur. Dómari taldi hins­vegar hæfi­legar bætur 300 og 200 þúsund krónur.

Horft var til þess að hátt­semin væri til þess fallin að valda drengjunum miska og á ungan aldur þeirra. Þá var horft til þess að maðurinn hefur ekki áður gerst brot­legur við lög þegar á­kvörðun var tekin um tveggja mánaða skil­orðs­bundinn fangelsis­dóm.