Í gærkvöldi var ofurölvi karlmaður handtekinn á veitingahúsi í hverfi 105 fyrir að áreita gesti. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi þurft að hafa afskipti af manninum á öðru veitingahúsi fyrir samskonar háttalag. Hann var að lokum færður á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu sökum ástands síns.

Í nótt var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi á hóteli i hverfi 101. Hann lá sofandi á gangi hótelsins og voru í kringum manninn efni sem ætlað er að hafi verið eiturlyf. Karlmaðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Þá var ofurölvi maður handtekinn í hverfi 109. Í dagbók lögreglu kemur fram að hann hafi ekki farið að fyrirmælum lögreglu og hafi því verið vistaður í fangageymslu sökum ástands.