Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segist hafa mikla trú á hraða­prófunum en telur mikil­vægt að fólk viti kosti og galla þeirra.

„Það er þannig að öll þessi próf eru miðuð við PCR prófið og fer á­reiðan­leiki hrað­prófana eftir hversu mikið magn er að veiru í nef­kokinu,“ segir Þór­ólfur.

Mest er af veirunni þegar fólk er með ein­kenni og þá er á­reiðan­leiki á hrað­prófana mikill. En ef til­tölu­lega lítið er að veiru í nef­kokinu, sem er þegar fólk er ný­lega smitað, er á­reiðan­leiki hr­að­greiningar­prófana minni.

Hraða­próf til greiningar á kórónu­veirunni eru ekki notuð hér­lendis við ein­kenna­sýna­töku en hafa ein­göngu verið notuð vegna ferða­laga og þegar krafist er nei­kvæðrar niður­stöðu á landa­mærum.

Hér­lendis skapaðist um­ræða á notkun hraða­próf líkt og hefur verið í notkun í ná­granna­löndum okkar, þar sem fólk er krafist nei­kvæðs PCR prófa á veitinga­stöðum eða þegar um stærri manna­mót er að ræða.

Sem dæmi má nefna Verslunar­manna­helgina og Þjóð­há­tíð, þar sem um­ræða skapaðist að skima gesti inn í dalinn.

Tón­listar­fólk er einnig komið að þol­mörkum segir Páll Óskar Hjálm­týs­son í færslu á Face­book í síðustu viku. Hann kallar eftir því að slakað verði á sam­komu­tak­mörkunum með því að gestir verðir skimaðir eða að ein­staklingar fram­vísi bólu­setningar­skír­teini.

Þórólfur bjartsýnn um stöðuna

Sjö ein­staklingar eru inni­liggjandi á gjör­gæslu­deild Land­spítalans og fimm í öndunar­vél.

Þór­ólfur segist þó vera bjart­sýnn yfir stöðu far­aldursins þar sem inn­lögnum hefur farið fækkandi. Margir eru að greinast í sótt­kví miðað við áður eða rúm­lega 50 prósent, það á einnig við um hlut­fall já­kvæðra sýna.

Þór­ólfur bendir á að það þurfi ekki mikið til að þetta gæti breyst en sýnist þetta vera að síga niður á við. „Ég myndi segja að við værum að ná tökum á þessu. En bendir á að það þurfi ekki nema einn stóran við­burð og eitt smit til þess að allt rýkur upp aftur,“ segir hann.

Erum við farin að sjá árangur af þessum að­gerðum á landa­mærunum, það er að fólk sem er með tengsl við Ís­land fari í skimun?

„Við erum að greina fleiri á landa­mærum en áður, en vitum ekki ná­kvæm­lega hverjir það eru. Það er mjög erfitt að halda um þetta ná­kvæm­lega, þar sem sumir fara í sýna­töku þegar þeir koma heim, en ekki á vellinum. Ég vona að þetta beri árangur.“