Stór gagna­leki sýnir hvernig Isa­bel dos Santos, ríkasta kona Afríku, byggði upp ríki­dæmi sitt með mútum, spillingu og því að arð­ræna heima­land sitt Angóla. BBC birti í dag um­fangs­mikla um­fjöllun um dos Santos þar sem fjallað er um vafa­söm við­skipti hennar í skjóli föður hennar José Edu­ar­do dos Santos, sem var for­seti Angóla.


Isa­bel er elsta dóttir José Edu­ar­do og er gift Sindika Dokolo, kaup­sýslu­manni og lista­verka­safnara frá Kongó. Saman búa þau í Bret­landi og á Isa­bel mikið af eignum í mið­borg London. Auð­æfi Isa­bel eru sögð nema um 2 milljörðum Banda­ríkja­dollara, sem jafn­gilda um 251 milljarði ís­lenskra króna.

Frystar eignir og rannsókn í heimalandinu


Fjöl­miðlar hafa undan­farna sjö mánuði rann­sakað gríðar­stóran gagna­leka með hjálp al­þjóða­sam­taka rann­sóknar­blaða­manna sem sýnir hvernig Isa­bel fékk að­gang að á­bata­sömum samningum um landar­eignir, olíu, demanta og fleira á meðan faðir hennar gegndi em­bætti for­seta. Niður­stöður þessarar rann­sóknar voru svo birtar í dag en fjöl­miðlar á borð við BBC, The Guar­dian og New York Times tóku þátt í henni.


Saka­mála­rann­sókn er nú hafin í Angóla vegna málsins en Isa­bel neitar allri sök. Eignir hennar í heima­landinu hafa nú verið frystar á meðan rann­sóknin stendur yfir. Santos er sögð hafa yfir­gefið Angóla fyrir ári síðan og ekki viljað snúa þangað aftur vegna þess að yfir­völd þar í landi höfðu óskað eftir að hún mætti í skýrslu­töku.


Eignir eign­manns hennar og nánasta ráð­gjafa hafa einnig verið frystar. Stærstur hluti eigna hennar er þó falinn í eignar­hlut hennar í portúgölsku orku­fyrir­tæki sam­kvæmt frétt BBC. Greint er frá því hvernig hún hagnaðist í gegnum angólska ríkis­olíu­fyrir­tækið Sanan­gol.


Faðir hennar gerði hana að for­stjóra Sanan­gol árið 2016 þegar hann gegndi em­bætti for­seta en stuttu eftir að hann lét af störfum var hún rekin. Í gegnum Sanan­gol nældi Isa­bel sér í ýmsa hag­stæða samninga og sýna gögn hvernig hún þáði um 58 milljóna dollara greiðslur frá ráð­gjafa­fyrir­tæki í Dubai, sem hún hafði áður sagst hafa engin tengsl við. Gögnin sýna hvernig fyrir­tækið hafi verið í eigu vinar hennar þegar hún tók við greiðslunum.