Orku­veit­an tel­ur sig ekki mega fyll­a Ár­bæj­ar­lón. Skip­u­lags­full­trú­i seg­ir lón­ið hins veg­ar á­fram inni á skip­u­lag­i og því þurf­i ekki að svar­a at­hug­a­semd­um Skip­u­lags­stofn­un­ar um breyt­ing­u á far­veg­i Ellið­a­ánn­a. Stýr­i­hóp­ur vinn­ur að til­lög­um um mál­ið og tals­mað­ur OR seg­ir fyr­ir­tæk­ið bíða spennt eft­ir þeim.

Ekki kem­ur til grein­a að svo stödd­u að Orku­veit­an verð­i við kröf­um sem fram hafa kom­ið og end­ur­skoð­i á­kvörð­un sína um að Ár­bæj­ar­lón verð­i ekki fyllt fram­ar. Skip­u­lags­full­trú­inn í Reykj­a­vík seg­ir hins veg­ar gert ráð fyr­ir lón­in­u á­fram á svæð­in­u.

„Eftir að á­kvörð­un var tek­in um að hætt­a rekstr­i Ellið­a­ár­stöðv­ar í desember 2019 féll­u heim­ild­ir til að reka lón úr gild­i. Þar með bar OR skyld­a til þess að tæma lón­ið. Rekst­ur lóns­ins er háð­ur heim­ild­um og þær eru ekki leng­ur fyr­ir hend­i,“ seg­ir Brek­i Log­a­son, sér­fræð­ing­ur í sam­skipt­a­mál­um hjá Orku­veit­u Reykj­a­vík­ur.

Að­spurð­ur hvort far­ið verð­i í að­gerð­ir til að fegr­a stæð­i Ár­bæj­ar­lóns­ins seg­ir Brek­i að sam­hlið­a tæm­ing­u lóns­ins hafi ver­ið far­ið í það að slá fræsl­ægj­u á bökk­um þess og dreif­a yfir stæð­ið. Með þess­u sé ver­ið að flýt­a fyr­ir nátt­úr­u­legr­i fram­vind­u og laga á­sýnd­in­a. „Um er að ræða að­ferð sem hef­ur ver­ið not­uð á okk­ar at­hafn­a­svæð­um með góð­um ár­angr­i,“ út­skýr­ir Brek­i.

Þá seg­ir Brek­i mik­il­vægt að hafa í huga að stofn­að­ur hafi ver­ið stýr­i­hóp­ur á veg­um Reykj­a­vík­ur­borg­ar með full­trú­um íbúa í Árbæ og Breið­holt­i, Reykj­a­vík­ur­borg­ar og Orku­veit­u Reykj­a­vík­ur. Hlut­verk hóps­ins sé að leggj­a fram til­lög­ur um hvern­ig best sé að skil­a daln­um nú þeg­ar lón­ið hafi ver­ið tæmt og vinnsl­u raf­magns hætt. Til­lög­ur hóps­ins eigi að liggj­a fyr­ir áður en maí sé á enda.

„Hópn­um ber að horf­a til Ellið­a­ár­dals í heild sinn­i og í víðu sam­heng­i með til­lit­i til vernd­un­ar lax­a­stofns­ins í ánum, en einn­ig til fugl­a­lífs og ann­arr­ar nátt­úr­u og mann­lífs,“ seg­ir Brek­i. „Metn­að­ur Orku­veit­u Reykj­a­vík­ur stendur til þess að gang­a vel frá í daln­um og þakk­a fyr­ir 100 ára nytj­ar ánna. Við mun­um því vinn­a af á­hug­a með stýr­i­hópn­um og bíð­um spennt eft­ir til­lög­um hans.“

Lónið tómt en stíflan stendur enn

Þó að lón­ið hafi ver­ið tæmt stendur stífl­an sjálf eft­ir. „Við bíð­um eft­ir til­lög­um stýr­i­hóps­ins. Hafa verð­ur í huga að stífl­an er frið­uð,“ svar­ar Brek­i þeirr­i spurn­ing­u hvort hugs­an­legt sé að stífl­an verð­i fjar­lægð.

Skip­u­lags­full­trú­inn í Reykj­a­vík hef­ur nú lagt fram svör vegn­a ým­iss­a at­hug­a­semd­a Skip­u­lags­stofn­un­ar við skip­u­lags­mál í Ellið­a­ár­dal. Lutu þau með­al ann­ars að breyt­ing­um á far­veg­i Ellið­a­ánn­a eins og fram kom í Frétt­a­blað­in­u 4. mars síð­ast­lið­inn.

„Í grein­ar­gerð kem­ur fram að Ár­bæj­ar­lón sé eitt helst­a sér­kenn­i svæð­is­ins. Að gefn­u til­efn­i bend­ir Skip­u­lags­stofn­un á að stand­i til að gera var­an­leg­a breyt­ing­u á lón­in­u með var­an­legr­i opn­un fyr­ir rennsl­i í gegn um stífl­u þarf að gera grein fyr­ir því og um­hverf­is­á­hrif­um þess í deil­i­skip­u­lag­in­u,“ sagð­i í at­hug­a­semd Skip­u­lags­stofn­un­ar.

„Í deil­i­skip­u­lag­i er gert ráð fyr­ir að lón­ið verð­i á­fram á svæð­in­u og því þarf ekki að bregð­ast við at­hug­a­semd. Stýr­i­hóp­ur hef­ur ver­ið stofn­að­ur hjá Reykj­a­vík­ur­borg og ef nið­ur­stað­a hans er að lón­ið víki af svæð­in­u mun það kall­a á breyt­ing­u á deil­i­skip­u­lag­i og við­eig­and­i um­hverf­is­mat,“ hef­ur skip­u­lags­full­trú­inn í Reykj­a­vík nú svar­að at­hug­a­semd Skip­u­lags­stofn­un­ar.