Mennirnir fjórir sem sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra hand­tók í viða­miklum að­gerðum síðast­liðinn þriðju­dag eru sagðir hafa verið með á­rásir í undir­búningi sem stóð til að fram­kvæma á næstu dögum.

Frá þessu er greint í Morgun­blaðinu og segist blaðið hafa heimildir fyrir þessu. Í frétt blaðsins kemur fram að lög­regla hafi sett vörð um Al­þingis­húsið án þess að mikið bæri og þá sé rætt um að mennirnir hafi sýnt árs­há­tíð lög­reglu­manna, sem til stendur að halda í næstu viku, sér­stakan á­huga.

Eins og komið hefur fram eru mennirnir, fjórir Ís­lendingar á þrí­tugs­aldri, grunaðir um undir­búning hryðju­verka og ó­lög­legan inn­flutning og fram­leiðslu skot­vopna.