„Fjöl­skyldur og vina­hópar eiga oft mjög erfitt með að taka á móti sögum brota­þola og trúa því upp á fólk sem því þykir vænt um að hafa brotið á öðrum kyn­ferðis­lega,“ segir Steinunn Gyðu- og Guð­jóns­dóttir, tals­kona Stíga­móta. Frétta­blaðið ræddi við hana um for­síðu­við­tal helgar­blaðs Frétta­blaðsins við Val­gerði Þor­steins­dóttur. Val­gerður lýsti meðal annars nei­kvæðum af­leiðingum sem fylgdu því að kæra í­trekuð meint brot í Gríms­ey, sem hún varð fyrir frá 14 ára aldri

„Saga Val­gerðar er keim­lík sögum margra brota­þola kyn­ferðis­of­beldis. Í hennar til­felli klofnaði heilt bæjar­fé­lag og það höfum við séð gerast áður. Við sjáum það sama gerast á minni skala hjá mörgu af því fólki sem leitar til Stíga­móta. Þá ýmist stendur fólk með gerandanum eða á­kveður að taka ekki af­stöðu sem oft kemur illa við mann­eskjuna sem fyrir brotinu varð því hún upp­lifir ekki stuðning,“ segir Steinunn.

Saga Valgerðar Þorsteinsdóttur er sumpart sögð dæmisaga fyrir þolendur kynferðisofbeldis.
Mynd/Valli

Byltingarnar skipta máli

Val­gerður upp­lifði mjög fjand­sam­legt and­rúms­loft þegar hún kærði málið til lög­reglu og líkti því við mið­aldir. Hún sagðist ekki hafa átt neinn séns gegn kerfinu. Tals­kona Stíga­móta telur að mörg skref hafi verið tekin í áttina að brota­þola­vænum lög­reglu­rann­sóknum og skýrslu­tökum síðan. Fleiri og fleiri segist hafa fengið góðar mót­tökur. „En við heyrum líka af því að fólk mæti gamal­dags við­horfum. Á meðan margir í sam­fé­laginu eiga erfitt með að trúa konum þegar þær segja frá of­beldi og finnst eðli­legt að druslu­skamma og draga úr trú­verðug­leika þeirra þá lifa slík við­horf líka inni í kerfinu, því miður.“

Tals­kona Stíga­móta segir já­kvætt eftir vakningu seinni ára að fyrir­myndir séu marg­falt fleiri í dag en árið 2014 þegar Val­gerður kærði brotið. Hver byltingin hafi orðið á fætur annarri, svo sem Beauty Tips byltingin 2015, Höfum hátt, #MeT­oo 2017 og svo önnur bylgja #MeT­oo á þessu ári.

„Þetta skiptir allt máli. Ég held að brota­þolar fái oft meiri og víð­tækari stuðning en áður. Hins vegar er ekki hægt að horfa fram hjá því sem gerst hefur undan­farnar vikur þar sem fólk leggur sig í líma við að draga úr trú­verðug­leika brota­þola á opin­berum vett­vangi. Þannig að það er alls ekki tryggt að brota­þoli mæti skilningi og stuðningi í dag heldur er ein­mitt oft ráðist að æru og mann­gildi þeirra. Ger­enda­með­virknin lifir enn góðu lífi,“ segir Steinunn