37 ára gamall danskur ríkisborgari hefur játað á sig ódæðið í bænum Kongsberg í Noregi í gær. Maðurinn er kærður fyrir að hafa drepið fimm manns og sært tvo. Þetta kemur fram á fréttavef NRK.

Maðurinn ólst upp í Noregi en hefur búið í Kongsberg síðastliðin ár. Hann var yfirheyrður í nótt og sagður samstarfsfús og svarað öllum spurningum um verknaðinn.

Hann verður leiddur fyrir dómara í dag þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald. Hann var handsamaður rúmum hálftíma eftir að lögreglu barst tilkynning um mannin vopnaðan boga og örvum. Þá hafði hann notað fleiri vopn en lögregla vildi ekki gefa upp hvers slags vopn það voru. Þetta staðfesti norska lögregaln við fréttavefinn.

Blaðamannafundur verður haldinn klukkan 10 á norskum tíma, sem er klukkan átta að staðartíma.