Robert Crimo, á­rásar­maðurinn sem skaut sjö til bana og særði rúm­lega þrjá­tíu aðra í skot­á­rás í Hig­hland Park í Illin­ois í Banda­ríkjunum fyrr í vikunni hafði áður komið til kasta við lög­regluna. Hann hafði verið ógnandi við fjöl­skylduna sína í ein­hvern tíma fyrir á­rásina. The Guar­dian greina frá þessu.

Crimo er kærður fyrir sjö til­vik af mann­drápi, meðal annars. Sak­sóknari í málinu hans, Eric Rinehart, segir sam­fé­lagið í Hig­hland Park aldrei verða það sama eftir á­rásina. Hann sagði kærurnar einungis vera þær fyrstu af mörgum.

Crimo komst fyrst til kasta lög­reglunnar árið 2019. Þá hafði hann reynt að fyrir­fara sér og lög­reglan var kölluð til vegna neyðar­til­viks sem tengdist geð­heil­brigði. Nokkru fyrir á­rásina hafði Crimo einnig verið ógnandi í garð eigin fjöl­skyldu.

Í septem­ber var lög­reglan kölluð á heimili fjöl­skyldu Crimo, þá hafði hann hótað að hann ætlaði „að myrða alla.“ Í kjöl­farið voru sex­tán hnífar, einn rýtingur og sverð tekið frá honum.

Fékk skot­vopnin lög­lega

Bæjar­stjórn Hig­hland Park bannaði á­rásar­vopn innan borgarinnar árið 2013. Þrátt fyrir það náði Crimo að afla sér fimm skot­vopn lög­lega, þar á meðal vopnið sem hann notaði í á­rásinni.

Crimo hafði skipu­lagt á­rásina í nokkrar vikur. Hann var virkur á sam­fé­lags­miðlum, en þar setti hann inn teikni­myndir af sér haldandi á byssu. Í einni færslunni skrifaði hann: „Allt hefur leitt til þessa. Ekkert getur stoppað mig, ekki einu sinni ég sjálfur.