Lög­reglan í Kaup­manna­höfn leitar enn að á­rásar­manni sem skaut mann á fer­tugs­aldri í Frederiks­berg í gær­kvöldi. Maðurinn er sagður vera í lífs­hættu­legu á­standi en hann var skotinn í höfuðið, sam­kvæmt frétt danska ríkis­út­varpsins.

Á­rásin átti sér stað um hálf tíu um kvöld á staðar­tíma í kaffi­húsi þar sem reyktar eru vatns­pípur. Kaffihúsið er á mótum hverfanna Nørrebro og Frederiks­berg og talið er að sex manns hafi verið þar þegar á­rásin átti sér stað.

Mynd náðist af manninum eftir á­rásina og leitar lög­reglan í Kaup­manna­höfn nú að skeggjuðum manni með dökkt hár í dökkum fötum.

Þetta er þriðja skot­á­rásin á jafn­mörgum dögum í Kaup­manna­höfn. Á fimmtu­dags­kvöld var 27 ára maður myrtur á Nørrebroga­de og um há­degi á föstu­deginum var sau­tján ára strákur myrtur á klippi­stofu þar sem tveir aðrir særðust.