Maðurinn sem er grunaður um að hafa orðið tveimur 17 ára ungmennum og einum 47 ára karlmanni að bana, auk sært fjóra aðra lífshættulega í skotáras í verslunarmiðstöðinni Fields, á Amager í Danmörku í gær, er 22 ára gamall samkvæmt danska fréttamiðlinum TV 2.

Þá segir að hann eigi sér sögu um geðrænan vanda.

Maðurinn einn að verki

Lögreglan í Kaupmannahöfn handtóku manninn með riffil og hníf á sér, en hann ekki með leyfi til notkunar þeirra.

Á blaðamannifundi í morgun sagði yfirlögregluþjónninnn Søren Thomassen árásina handahófskennda og að ekkert bendi til þess að fleiri standi að baki árásarinnar og að ekkert bendei til um að hryðjuverk hafi verið að ræða.

Ákærður fyrir manndráp

Lögreglan yfirheyrði árásarmanninn í gær, sem hefur játað að hafa verið á staðnum. Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann veðrur ákærður fyrir manndráp.