Rúss­neski á­rásar­maðurinn sem skaut minnst fimm­tán til bana, þar á meðal ellefu börn, og særði tuttugu og fjóra aðra þegar hann réðst inn í skóla, klæddist fötum sem merkt voru haka­krossinum.

Á­rásar­maðurinn hefur verið nefndur af yfir­völdum í Rúss­landi, hann hét Artem Kazant­sev og hafði áður verið nemandi í skólanum, sem heitir ein­fald­lega Skóli númer 88 og er stað­settur í Iz­hevsk, í mið­hluta Rúss­lands.

The Guar­dian greinir frá því að með­limur rann­sóknar­nefndar sem sér um stærri glæpi hafi sagt að maðurinn væri lík­legast tengdur ný­nasistum í Rúss­landi. „Það er verið að at­huga hvort hann fylgi ný­fasískum skoðunum og hug­mynda­fræði nas­ista,“ sagði í til­kynningu frá nefndinni.

Maðurinn er sagður hafa svipt sjálfan sig lífi eftir ó­dæðið en í mynd­böndum sem birtust í rúss­neskum fjöl­miðlum sést hvernig maðurinn var svart­klæddur með stóran, rauðan haka­kross framan á bol sínum.

Á­rásar­maðurinn hafði verið skráður á með­ferðar­stofu vegna sál­fræði­legra á­stæða en rann­sóknar­nefndin sagði að af þeim 24 sem slösuðust, væru allir nema tveir ein­staklingar börn.