Zaniar Matapour, sakaður um morð, til­­raun til mann­­dráps og hryðju­­verk eftir að hafa hleypt af skotum fyrir framan hin­­segin bar í Osló um síðast­liðnu helgi, hefur á­kveðið að hann muni ekki tjá sig við lög­reglu vegna van­trausts.

Tveir létust og tuttugu særðust í á­rásinni sem er talin hafa verið haturs­glæpur gagn­vart hin­segin fólki. Matapour var í sam­skiptum við dæmt of­beldis­fólk og tók þátt í hóp­spjalli með manni sem hafði meðal annars deilt á sam­­fé­lags­­miðla færslu þar sem hann boðaði dráp á sam­kyn­hneigðum.

Af því sem lög­fræðingur Matapour, Bernt Hei­berg, segir við norska frétta­miðilinn VG vill Matapour ekki tjá sig þar hann veit ekki hvernig lög­reglan muni setja frá­sögnina hans fram. Hann bað áður um að yfir­heyrslan færi fram opin­ber­lega til að koma í veg fyrir að lög­regla af­skræma frá­sögn hans eða taki úr sam­hengi.

Hei­berg segir þó ekki mögu­legt að segja til um það hvort honum muni snúast hugur í fram­tíðinni. Hann hafi fullan rétt á því að tjá sig ekki og að sögn Hei­bergs er það alls ekki ó­vana­legt.