Lög­reglan í Mal­mö telur að hætta sé liðin í verslunar­mið­stöðinni Emporia þar sem skot­á­rás átti sér stað seinni partinn í dag. Tvö eru særð, karl og kona sem er sögð al­var­lega særð. Einn hefur verið hand­tekinn vegna á­rásarinnar sem er sagður tengjast glæpa­starf­semi.

Í yfir­lýsingu lög­reglunnar í Mal­mö kemur fram að enn sé mikill við­búnaður á vett­vangi og að lög­regla muni nú ræða við vitni og fara í gegnum efni í eftir­lits­mynda­vélum.

Lög­reglan biðlar til fólks að fara ekki nærri verslunar­mið­stöðinni þar sem lög­reglan er enn við störf.

Mikill viðbúnaður og verður enn á vettvangi á meðan lögreglan rannsakar árásina.
Fréttablaðið/EPA

Íslendingar láti vita af sér

Vitni greindu frá því á TV4 að um tuttugu skotum hafi verið hleypt af í verslunarmiðstöðinni.

Sendiráð Íslands í Svíþjóð hefur biðlað til Íslendinga í Malmö að láta aðstandendur vita af sér vegna skotárásarinnar. Vísir náði sambandi við íslenska konu sem faldi sig í geymslu í verslunarmiðstöðinni á meðan árásin átti sér stað.