Espen Andersen Bråthen, á­rásar­maðurinn sem myrti fimm og særði þrjá aðra í Kongs­berg í fyrra­kvöld, hefur verið fluttur á heil­brigðis­stofnun. Norska ríkis­sjón­varps­stöðin NRK segir frá.

Verjandi hans vill ekkert tjá sig um þá á­kvörðun.

Þetta hafi verið gert í kjöl­far geð­heil­brigðis­mats, segir Ann Iren Svane Mathias­sen sak­sóknari, en uppi höfðu verið vanga­veltur um and­lega heilsu Bråthen.

Hinn 37 ára gamli Bråthen hefur játað verknaðinn og farið verður fram á fjögurra vikna gæslu­varð­hald yfir honum á meðan rann­sókn stendur yfir, sam­kvæmt heimildum NRK. Úr­skurður varðandi það verður kveðinn upp síðar í dag.