Lög­reglan í Bould­er-sýslu í Col­or­ado-ríki greindi frá því fyrr í dag að 21 árs gamall karl­maður að nafni Ahmad Al Aliwi Alissa hafi nú verið á­kærður fyrir morð af á­settu ráðu en hann skaut tíu manns, þar á meðal einn lög­reglu­mann, til bana í og við stór­markaðinn King Soopers í gær.

Á blaða­manna­fundi um málið í dag voru öll fórnar­lömb á­rásarinnar nafn­greind en um var að ræða ein­stak­linga allt frá tví­tugu til 65 ára. Lög­reglu­stjórinn Ma­ris Herold skilaði sam­úðar­kveðjum til fjöl­skyldu­með­lima og hét því að færa hverri fjöl­skyldu rétt­læti í málinu.

Þá minntist Herold lög­reglu­mannsins sem lést í á­rásinni en hinn 51 árs Eric Tal­ey var meðal fyrstu lög­reglu­manna á staðinn. „Við munum aldrei geta þakkað Tall­ey eða fjöl­skyldu hans nógu mikið fyrir fórnir hans, en við munum ekki gleyma því,“ sagði Herold.

Enn sem komið er hefur ekki verið greint frá á­stæðu skot­á­rásarinnar en al­ríkis­lög­regla Banda­ríkjanna er meðal annars komin í málið. Á­rásar­maðurinn var skotinn í fótinn við hand­töku og var í kjöl­farið fluttur á spítala en hann verður færður í fangelsi síðar í dag að sögn lög­reglu.

Önnur skotárásin á innan við viku

Skot­á­rásin hefur vakið mikla at­hygli í Banda­ríkjunum en um er að ræða aðra á­rásina á innan við viku í Banda­ríkjunum, þar sem átta ein­staklingar voru skotnir til bana við heilsu­lindir í At­lanta í síðustu viku.

Gert er ráð fyrir að Joe Biden Banda­ríkja­for­seti muni á­varpa þjóðina síðar í dag vegna skot­á­rásarinnar í gær en Kamala Har­ris, vara­for­seti Banda­ríkjanna, sagði fyrr í dag að um væri að ræða „al­gjöran harm­leik.“ Í Hvíta húsinu verður flaggað í hálfa stöng vegna málsins.

Öldunga­deildar­þing­maðurinn Ted Cruz hefur til­kynnt að hann muni leggja fram frum­varp um hertar bak­grunns­rann­sóknir fyrir fólk sem stefnir á að kaupa skot­vopn. Full­trúa­deildar­þing­maðurinn Joe Negu­se sagði að á­rásir líkt og sú sem í­búar sáu í gær gætu ekki orðið „nýja normið,“ og að þörf væri á breytingum.