Árásarmaður í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, klessti bíl sínum á vegatálma og hóf síðan skothríð upp í loftið klukkan fjögur í dag.

Þetta kemur fram á fréttavéf AP news en maðurinn endaði skothríðina með því að skjóta sjálfan sig. Enginn annar slasaðist í árásinni

Mikill viðbúnaður lögreglu var á svæðinu.
Mynd/epa

Ekki er vitað hvað manninum stóð til en yfirvöld hafa gefið út að maðurinn hafi áður komið við sögu lögreglu. Sjónarvottar segja að maðurinn hafi skotið úr byssu sinni af handahófi áður en hann á endanum skaut sjálfan sig í höfuðið. Maðurinn stefndi að þinghúsi Bandaríkjanna áður en hann tók líf sitt.

Lögregla hefur einnig til skoðunar hvort maðurinn hafi kveikt í bíl sínum en eldur kom upp í honum en ekki er talið að eldurinn hafi komið upp í árekstrinum.

Bifreið mannsins brann til kaldra kola en talið er að maðurinn hafi kveikt í henni.
Mynd/epa

Enn er ekki vitað hvaða ástæðu maðurinn hafði fyrir hátterni sínu en málið er nú í rannsókn.

Árásin kemur í kjölfar gríðarmarga hótana gegn opinberum starfsmönnum og starfsmönnum alríkislögreglu Bandaríkjanna eftir að húsleit var framkvæmd á heimili Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseta í Flórída.