Stærsta olíufyrirtæki heims, Saudi Aramco, hyggst leggja niður helming af allri olíustarfsemi sinni niður tímabundið eftir að tvær mikilvægar olíuvinnslustöðvar urðu fyrir drónaárás að því er fram kemur í frétt Wall Street Journal. Hútar í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum.

Lokunin mun hafa gríðarleg áhrif á olíuframleiðslu heimsins, en þær stöðvar sem verða lokaðar framleiða 5 milljón tunnur af olíu á dag, eða um 5 prósent af allri olíuframleiðslu heimsins. Saudi Aramco er stærsta olíufyrirtæki í heimi og líklega arðbærasta fyrirtæki heims.

Talsmaður Hút­a, vopnaðra sam­taka stórs minni­hluta­hóps shía-múslima í norður­héruðum Jemen, segir að Saudi-Arabar megi búast við frekari árásum. Uppreisnarsamtökin berjast gegn hernaðarbandalagi undir stjórn Sádi-Araba.