„Þett­a er ros­a­leg­a al­gengt á Ís­land­i og kannsk­i ekk­ert ó­van­a­legt að fólk hafi ekki ver­ið að hugs­a þett­a lengr­a,“ seg­ir Mir­i­am Petr­a Ómars­dótt­ir Awad sér­fræð­ing­ur á mennt­a- og menn­ing­ar­svið­i Rann­ís um orð Sæ­unn­ar Magn­ús­dótt­ur formanns ÍBV í gær um aðra skess­un­a á þrett­ánd­a­gleð­i þeirr­a sem hef­ur rat­að í fjöl­miðl­a.

En að þeirr­a sögn var sú í „ar­ab­a­k­læð­um“ og var merkt Heim­i Hall­gríms­syn­i Eyj­a­mann­i og knatt­spyrn­u­þjálf­ar­a.

Spurð hvort henn­i þættt­i það van­virð­ing við þau sem koma frá Mið­aust­ur­lönd­um sagð­i Sæunn: „Ekki frek­­ar en að hann hefð­­i ver­­ið í ÍBV, Vals­b­ún­­ing eða ís­­lensk­­a lands­l­iðs­b­ún­­ingn­­um eða ein­hv­erj­­um öðr­­um bún­­ing. Þett­­a var glens og átti að bein­­ast að tröll­­a­­út­­gáf­­unn­­i að Heim­­i. Ég held að það hafi eng­­inn tek­­ið hugs­­un­­in­­a svon­­a langt.“

Mir­i­am vakt­i á Twitt­er at­hygl­i á þess­um um­mæl­um formannsins og tald­i lík­legt að eng­inn hafi tek­ið að svo langt því lík­leg­a sé eng­inn þar inn­an­borðs sem hef­ur orð­ið fyr­ir for­dóm­um sem lit­ast af

Gjörningurinn getur haft allt aðra merkingu

Í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið seg­ir Mir­i­am að við séum núna að upp­lif­a meir­i um­ræð­ur um for­dóm­a, sýn­i­leik­a fólks af ó­lík­um upp­run­a og meir­i fjöl­breyt­i­leik­a í sam­fé­lag­in­u, en að það hafi ekki allt­af ver­ið þann­ig.

„Það hafa ekk­ert marg­ir ver­ið að tala um þess­a hlut­i fyrr en nú og þótt svo að þess­i klæðn­að­ur trölls­ins sé kat­arsk­ur í eðli sínu þá skipt­ir máli að líta til þess hvað þess­i birt­ing­ar­mynd ber með sér þeg­ar hún er tek­in úr sam­heng­i. Þeg­ar hann er sett­ur í þann sam­fé­lags­s­trúkt­úr þar sem fólk sem til­heyr­ir þess­um minn­i­hlut­a­hóp­um verð­ur fyr­ir for­dóm­um og skop­mynd­irn­ar sem eru oft not­að­ar gegn þeim eru akk­úr­at svon­a þá hef­ur þess­i gjörn­ing­ur allt aðra merk­ing­u,“ seg­ir Mir­i­am.

Hún seg­ir svon­a skop­mynd sett­a fram sem mikl­a ein­föld­un á bæði mið­aust­ur­lenskr­i menn­ing­u og músl­im­um al­mennt og hún sé oft not­uð í nei­kvæð­um til­gang­i.

„Með henn­i er gef­ið í skyn að fólk frá þess­um heims­hlut­a, sem og músl­im­ar, séu eins­leit­ur hóp­ur, sem þau eru ekki. Út­lit­ið á þess­u tröll­i er ná­kvæm­leg­a sama ster­e­ó­týp­a og er gjarn­an not­uð til að ýta und­ir for­dóm­a. Þett­a veld­ur því að fólk get­ur leyft sér að vera með ein­fald­ar og nei­kvæð­ar full­yrð­ing­ar um þenn­an menn­ing­ar­heim þar sem eina birt­ing­ar­mynd­in sem þau fá af hon­um er tengd við nei­kvæð­ar skop­mynd­ir.“

Getur ýtt undir útilokun

Spurð hvort hún hefð­i vilj­að að við­brögð ÍBV hefð­u ver­ið önn­ur seg­ir hún við­brögð þeirr­a mjög al­geng í ís­lensk­u sam­fé­lag­i, en ekki rétt­u við­brögð­in.

„Það væri hægt að gera bet­ur og læra um af­leið­ing­arn­ar sem svon­a stað­al­í­mynd­ir geta haft . Þett­a get­ur ýtt enn frek­ar und­ir út­i­lok­un þeirr­a sem sam­fé­lag­ið teng­ir við þenn­an menn­ing­ar­heim. Ég hefð­i alveg vilj­að að þett­a móm­ent yrði líka nýtt til þess að líta í eig­in barm og læra um birt­ing­ar­mynd­ir for­dóm­a á Ís­land­i, ekki bara út frá því að við séum að læra um kven­fyr­ir­litn­ing­u sem er auð­vit­að mik­il­vægt líka.“