Tækni­risinn App­le hefur fjar­lægt hin gríðarvin­sæla leik Fortni­te úr net­verslun sinni, App Stor­e.

Á­stæðan er sú að App­le og fram­leiðandi leiksins, Epic Games, hafa átt í deilum um það hvernig greiðslum skuli háttað þegar spilarar kaupa sér ýmsar við­bætur í leiknum.

Epic Games tók þá á­kvörðun ný­lega að bjóða spilurum af­slátt ef þeir gengu frá greiðslum í gegnum greiðslu­gátt í sjálfum leiknum í stað þess að nota App Stor­e sem milli­lið.

App­le er ekki sátt við þetta og telur að með þessu hafi Epic Games brotið gegn skil­málum sem allir þurfa að fara eftir. App­le tekur þóknun í sinn hlut fyrir greiðslur sem berast og var talið ljóst að tækni­risinn gæti orðið af um­tals­verðum tekjum ef þetta yrði látið ó­á­talið.