Í dag er spáð norðan 5 til 10 metrum á sekúndu og bjartviðri vestanlands. Norðvestan 13 til 23 eystra og él fram eftir degi á Norðausturlandi, en lægir smám saman.
Hiti er kringum frostmark víða en kólnar seint í dag. Þá er vaxandi suðaustanátt vestast í kvöld.
Suðaustan 10-18 m/s og rigning á morgun. Hægari norðaustanlands og dálítil væta síðdegis, en þá snýst í vestan 5-13 á Suður- og Vesturlandi. Hlýnandi, hiti 4 til 10 stig seinnipartinn.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðaustan 10-18 m/s og rigning, en hægari og þurrt um landið norðaustanvert fram eftir degi. Lægir vestan til seinnipartinn. Hlýnandi veður, hiti 4 til 10 stig um kvöldið.
Á miðvikudag:
Suðvestan 8-13 og skúrir Suðvestan- og vestanlands, en bjartviðri eystra. Hiti 1 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið. Heldur kólnandi.
Á föstudag og laugardag:
Norðanátt og él, en þurrt sunnanlands. Hiti kringum frostmark.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðanátt með snjókomu eða slyddu norðan- og austan til á landinu.
Appelsínugular viðvaranir á Austurlandi
Austurland að Glettingi
Norðvestan 18-25 m/s með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina, annars snjókomu. Miklar líkur eru á að ísing setjist á raflínur. Búfénaður þyrfti að vera í skjóli. Miklar líkur á að færð spillist og...
Austfirðir
Norðvestan 20-28 m/s og vindhviður yfir 35 m/s, hvassast sunnan til. Talsverð snjókoma og skafrenningur á fjallvegum og spillist færð líklega. Ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi.
Suðausturland
Norðvestan 20-28 m/s og vindhviður yfir 40 m/s. Líkur á sandfoki og grjótfoki. Ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi.
Samkvæmt vef veðurstofu Íslands eru veðurviðvaranirnar í gildi til klukkan 9.