Vísindamenn við MIT-háskólann í Bandaríkjunum hafa hannað sérstakt gervigreindarforrit sem getur greint einstaklinga með COVID-19 byggt á hvernig hósti þeirra hljómar.

Samkvæmt BBC greinir mannseyrað ekki hljóðið í hóstanum sem sker úr um hvort að um sýktan einstakling sé að ræða. Tilraunir leiddu í ljós rétta greiningu í 98,5 prósentum tilvika. Skipti engu þótt sjúklingar væru einkennalausir. „Sjúkdómurinn virðist hafa áhrif á hvernig við búum til hljóð,“ segir vísindamaðurinn Brian Subirana.