Nokkuð undarlegt atvik kom upp í indversku borginni Meerut nú á dögunum þegar hópur apa stal blóðsýnum úr sjúklingum með staðfest kórónaveirusmit. Reuters greinir frá.
Lífeindafræðingur við læknaskóla í Meerut í norðanverðu Indlandi var á háskólalóðinni að flytja blóðsýni úr fjórum sjúklingum með COVID-19 þegar aparnir réðust á hann og stálu öllum flöskunum.
Heilbrigðisyfirvöld á Indlandi greindu frá atvikinu í gær. Forsvarsmaður háskólans sagði í samtali við Reuters að ekkert bendi til þess að aparnir gætu smitast af COVID-19 frá blóði úr mannfólki.
Ekki er vitað hvort aparnir hafi hellt niður blóðinu en íbúar á svæðinu óttast að atvikið gæti haft hræðilegar afleiðingar.
A monkey in India's Meerut intervened a lab technician carrying blood samples of Covid-19 patients and snatched the packets from him. Technician now facing inquiry over why he choose to record the incident instead of rescuing the packets.#coronavirus pic.twitter.com/mO1gmdGEwX
— Rishikesh Kumar (@rishhikesh) May 29, 2020
Lífeindafræðingurinn tók upp myndband þar sem einn apanna sést sitja uppi í tré. Apinn virðist halda á hanska eða pappírsþurrku sem hann á að hafa tekið af lífeindafræðingnum.
Monkeys steal coronavirus blood samples in India https://t.co/pmo5hOn9bc pic.twitter.com/JSVF4AvrIQ
— Reuters (@Reuters) May 29, 2020
Þónokkrir netverjar héldu að þetta væri gabbfrétt frá grínveitunni The Onion enda minnir þessi lygilega frásögn á framtíðartrylli á borð við Apaplánetuna og 28 dögum síðar.
Monkeys out here stealing blood samples of #Covid_19 out of laboratories??
— 🎼🎤 ** 𝕃𝕖𝕖 ** but some call me ᴶᵒˢʰᵘᵃ (@JoshuaLeePwllJr) May 30, 2020
Oh gawd!!!! pic.twitter.com/bpxql2mU1i
Monkeys in India right now after breaking into the lab and stealing covid-19 research samples pic.twitter.com/KXL2IhCpgk
— Rox (@RoxBrown_) May 29, 2020