Apa­bóla hefur nú greinst í 84 löndum heimsins en þar til á þessu ári hafði sjúk­dómurinn einungis greinst utan Afríku í ör­fáum til­fellum. Reu­ters greinir frá.

Í Banda­ríkjunum höfðu verið stað­fest um 9.500 til­felli apa­bólu í gær, á Spáni eru til­felli sjúk­dómsins orðin fleiri en fimm þúsund og rúm­lega þrjú þúsund til­felli hafa greinst í Bret­landi.

Apa­bóla veldur vana­lega vægum ein­kennum, svo sem hita, höfuð­verk, vöðva­verkjum og bólum á húð. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnuninni jafnar fólk sig yfir­leitt á tveimur til fjórum vikum.

Apa­bóla er ekki bráð­smitandi sjúk­dómur en megin­smit­leið sjúk­dómsins er snerti­smit. Vessar í út­brotum geta borist á milli fólks við náið sam­neyti í gegnum rofna húð og slím­húð. Veiran getur einnig lifað lengi á þurru yfir­borði og þannig borist í gegnum fatnað.