Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin hefur breytt heitinu á sjúk­dómnum apa­bólu. Áður kallaðist hann Mon­keypox en með breytingu stofnunarinnar mun sjúk­dómurinn nú þekkjast undir nafninu Mpox.

Breytingin kemur í ljósi þess að heitið mon­keypox, sem er ára­tuga­gamalt, hafði verið tengt við mis­munun og kyn­þátta­for­dóma. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnuninni.

Mpox, nýja heitið verður notað í bland við fyrra heitið næsta árið, en það er gert til þess að ein­falda mis­skilning sem gæti komið upp ef heitinu hefði skyndi­lega verið breytt.

Á Ís­landi hafa sextán apa­bólu­smit greinst, að sögn Guð­rúnar Aspelund, sótt­varnar­læknis. Þá hafa um þrjú hundruð ein­staklingar þegið bólu­setningu gegn sjúk­dómnum.

Guð­rún var ekki orðin vör við að Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin hefði breytt um heiti sjúkdómsins þegar blaða­maður Frétta­blaðsins sló á þráðinn, enda ný­skeð þá.

Hún segir breytingu á heitinu vera hið besta mál, en ekki liggur fyrir hvort ís­lenska heitið muni breytast í kjöl­far þessarar breytingar.

Guðrún Aspelund, sóttvarnarlæknir.
Fréttablaðið/ValgarðurGíslason