Banda­ríski rapparinn A$AP Rocky var í dag fundinn sekur um stór­fellda líkams­á­rás í Stokk­hólmi í 30. júní. Tveir fé­lagar hans, Bladimir Corniel og David Ris­pers, voru einnig sak­felldir fyrir á­rásina en þre­menningunum var gefið að sök að hafa gengið í skrokk á ungum manni.

Rapparinn lýsti sig sak­lausan af á­kærunni og bar fyrir sig sjálfs­vörn. Mál hans hefur vakið mikla at­hygli og hefur Banda­ríkja­for­seti sjálfur, Donald Trump, tjáð sig um málið og krafist þess að manninum verði sleppt hið snarasta. Rocky var að endingu sleppt og töldu margir það merkja viðurkenningu yfirvalda á sak­leysi hans. Svo reyndist ekki og rapparinn var sak­felldur, en dómur hans er skilorðsbundinn og mun hann því ekki þurfa að sæta fangelsi vegna málsins.