Mjög kalt hef­ur ver­ið á Þing­völl­um í gær og í dag en mest­ur mæld­ist kuld­inn um 22 stig­a frost. Ein­ar Á. Sæ­mund­sen þjóð­garðs­vörð­ur seg­ir það ekki stöðv­a ferð­a­menn og að dag­leg­a heim­sæk­i um þús­und til. 1500 ferð­a­menn þjóð­garð­inn, þrátt fyr­ir kuld­a.

„Það er búið að vera mjög kalt en það er ekki ó­al­gengt að það slái í svon­a frost hjá okk­ur. Það ger­ist,“ seg­ir Ein­ar.

Hann seg­ir ferð­a­menn­in­a oft vera að byrj­a Gulln­a hring­inn hjá þeim og að fólk sé ros­a­leg­a dug­legt að fara um svæð­ið.

„Við ryðj­um 200 bíl­a­stæð­i á dag og fjór­a til fimm kíl­ó­metr­a af göng­u­stíg­um til að það sé fært um svæð­ið. Sönd­um og ger­um græj­um,“ seg­ir hann og að þrátt fyr­ir harð­a­vet­ur sé mik­il um­ferð um þjóð­garð­inn.

Hann á­ætl­ar að nú komi um 1.500 manns á dag en til sam­an­burð­ar séu um fimm þús­und manns, en á mjög góð­um degi slái það í allt að átta þús­und mann á dag.

„Þá er þett­a alveg frá 9 til 17. Það er tím­inn sem mest er um að vera. Svo hljóðn­ar allt eft­ir það á sumr­in. Við fylgj­um svip­aðr­i rút­ín­u á vet­urn­a. Það er færr­a fólk á ferð og dags­birt­an skammt­ar fólk­i tím­ann á gulln­a hringn­um,“ seg­ir Ein­ar og að yf­ir­leitt sé mest að gera hjá þeim um 11 til 12 á dag­inn.

Margir ylja sér á gestastofunni

Tryggv­i Jóh­ann­es­son Eyj­ar starfar í þjón­ust­u­mið­stöð­inn­i á Þing­völl­um, eða gest­a­stof­unn­i upp á Haka, og seg­ir marg­a hafa heim­sótt þau í dag en að flest­ir hald­i sig inni á gest­a­stof­unn­i. Það séu marg­ir bún­ir að bóka sér hring um Gulln­a hring­inn og nýti tím­ann hjá þér til að hlýj­a sér í stað þess að skoð­a.

„Það er slatt­i af fólk­i búið að koma í dag,“ seg­ir Tryggv­i og að það sé far­ið að hlýn­a eft­ir að sól­in fór að skín­a.

„En það var ansi kalt í morg­un þeg­ar við vor­um í mín­us 22 og al­ger­u myrkr­i,“ seg­ir hann en hann ekur á Þing­vell­i á hverj­um morgn­i í vinn­un­a.

Hann seg­ir dag­inn þó ekki hafa geng­ið á­fall­a­laust fyr­ir sig því ein kona hafi hand­leggs­brotn­að í hálk­unn­i í morg­un.

Hann seg­ir að þrátt fyr­ir mik­inn kuld­a sé opið í Silfr­u og hægt að gang­a um svæð­ið.

Fallegt en kalt.
Fréttablaðið/Garðar