Innlent

„Þannig lifði hann og dó með sinni sannfæringu“

No Borders minnast Hauks Hilmarssonar, sem virðist hafa fallið í átökum í Sýrlandi.

Haukur Hilmarsson.

Með því að berjast gegn bæði Íslamska ríkinu og nýlegri óréttlætanlegri innrás Tyrklandshers inn fyrir landamæri Sýrlands hélt Haukur áfram að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn einhverjum fasískustu öflum samtímans. Þannig lifði hann og dó með sinni sannfæringu.“

Þetta kemur fram á Facebook-síðu No borders á Íslandi. Flest bendir til þess að Haukur Hilmarsson hafi fallið í átökum í Sýrlandi. Móðir Hauks hefur greint frá því að það líti út fyrir að Haukur sé látinn en einu upplýsingarnar sem hún hefur fengið eru þær sem fjölmiðlar hafa fært af málinu. Engin staðfesting hefur komið fram af andláti Hauks.

Í orðsendingu No Borders kemur fram að samtökin séu slegin vegna frétta af fráfalli Hauks, sem sé vinur þeirra, félagi og samherji. „Við minnumst Hauks með hlýju og virðingu fyrir óeigingjarna baráttu í þágu réttlætis.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Alþingi

Vara­for­setar þingsins í stóla­leik

Innlent

Leið­réttir mis­skilning um út­blástur Kötlu

Alþingi

Áfengisfrumvarp lagt fram á nýjan leik

Auglýsing

Nýjast

The Chemical Brothers aflýsa tónleikum

Nota mynd­band af lík­flutningi í aug­lýsingu

Ævar vísinda­maður skaut Eddu og Jóni ref fyrir rass

Borgin eykur stuðning við Fé­lags­bú­staði

Segir VÍS ráðast á landsbyggðina

Fram­kvæmda­stjóra­skipti hjá BÍL

Auglýsing