Bandaríska leikkonan Anne Heche er látin 53 ára að aldri. Hún lenti í al­var­legu um­ferðar­slysi í Los Angeles í síðustu viku og hafði verið haldið sofandi í öndunarvél. Hún lætur eftir sig tvo syni.

Fjölskylda Anne minnist hennar sem hjarta­hlýrrar mann­eskju sem snerti við fólki með ein­stakri nær­veru, góð­vild og gleði.

Anne var undir stýri á bif­reiðarinni sem ekið var inn í hús í Mar Vista-hverfinu í Los Angeles. Talið er að leik­konan hafi verið undir á­hrifum áfengis þegar slysið varð, en eldur kom upp við á­reksturinn og tók tals­verðan tíma að ná henni út

Leik­konan vakti fyrst at­hygli fyrir leik sinn í sápu­óperunni Anot­her World. Í kjöl­farið lék hún í kvik­myndum á borð við Donni­e Brasco, Six Days Se­ven Nights, og Wag the Dog.

Síðustu ár hafði hún þó fengið frekari verk­efni í sjón­varps­þátta­seríum á borð við The Bra­ve, Qu­antico, og Chi­cago P.D.