Gær­dagurinn var anna­samasti dagur slökkvi­liðsins í Lundúnum frá dögum síðari heims­styrj­aldarinnar. Slökkvi­liðið í Lundúnum barðist við elda í húsum víða um borgina en margir þeirra kviknuðu eftir að gróður­eldar bárust í þau. The Guar­dian greinir frá þessu.

Borgar­stjóri Lundúna, Sadiq Khan, varaði borgar­búa við því að grilla og að fara var­lega með gler­flöskur, því þær gætu kveikt elda. Gras í Bret­landi hefur þurrkast mikið á síðustu dögum vegna mikils hita, en hita­stigið mældist víða yfir 40 gráðum í Bret­landi í gær.

Slökkviliðið í Lundúnum barðist við elda í 40 gráðu hita í gær.
Fréttablaðið/Getty

Á venju­legum degi fær slökkvi­liðið í Lundúnum um 500 út­köll, í gær voru út­köllin hins vegar rúm­lega 2.600. En slökkvi­liðið barðist við rúm­lega tíu elda á sama tíma víða um borgina í gær.

Sadiq Khan fundaði með slökkvi­liðs­stjóra Lundúna fyrr í dag en hann lýsti yfir á­hyggjum sínum að eldarnir gætu orðið fleiri í dag.

„Grasið er eins og hey, sem þýðir að það kviknar auð­veld­lega í því. Þegar það kviknar í því dreifist eldurinn hratt, eins og í myndum eða eldum í Kali­forníu og sumum hlutum Frakk­lands,“ sagði Khan í við­tali fyrr í dag.

Sex­tán slökkvi­liðs­menn slösuðust í gær í bar­áttu þeirra við eldana, tveir þeirra voru fluttir á sjúkra­hús, að sögn að­stoðar­slökkvi­liðs­stjóra Lundúna.